Bjarni þjálfar Vestra

Samúel Samúelsson formaður meistaraflokks Vestra og Bjarni Jóhannsson nýr þjálfari liðsins.

Á laugardaginn var skrifað undir samning við nýjan þjálfara meistaraflokks Vestra í knattspyrnu og sá er heldur betur þekktur í íslenskum knattspyrnuheimi. Bjarni Jóhannsson mun þjálfa Vestra næstu þrjú árin og það má með sanni segja að koma Bjarna sé fengur fyrir vestfirska knattspyrnu. Hann hefur starfað við knattspyrnuþjálfun í aldarfjórðung og meðal annars þjálfað Stjörnuna, Breiðablik, KA og ÍBV.

Bjarni er ekki ókunnur knattspyrnumálum á Ísafirði þó það sé langt um liðið síðan hann lék með ÍBÍ, forvera Vestra, en hann lék með liðinu keppnistímabilin 1982 og 1983.

 

DEILA