Austurvegi lokað vegna framkvæmda

Austurvegi hefur verið lokað vegna viðgerðar á skólplögnum

Loka þarf Austurvegi á Ísafirði frá Kaupfélagshúsinu (Kaupmaðurinn, Craftsport, Hótel Horn) frá klukkan eitt í dag og í nokkra daga. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbær kemur fram að skolplögn er að falla saman undir götunni og þarf að fara í tafarlausar viðgerðir. Augljóslega mun þetta hafa umtalsverð óþægindi í för með sér fyrir nokkuð marga, sér í lagi nemendur og starfsfólk í Grunnskólanum á Ísafirði. Meðan á framkvæmdum stendur mun skólastrætó hleypa úr og taka uppí farþega við stoppistöð á Pollgötu.

smari@bb.is

DEILA