Ásmundur Einar og Halla Signý efst hjá Framsókn

Fimm efstu á lista Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hélt í gær tvöfalt kjördæmisþing á Bifröst í Borgarfirði. Þar var kosið um hverjir skipa fimm efstu sæti á framboðslista fyrir kosningarnar 28. október nk. Raðað var í önnur sæti listans. Ásmundur Einar Daðason fv. alþingismaður í Borgarnesi bauð sig einn fram í forystusætið og var kjörinn. Í öðru sæti er Halla Signý Kristjánsdóttir fjármálastjóri í Bolungarvík, í þriðja sæti Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, í fjórða sæti Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir háskólanemi í Bakkakoti og fimmta sæti Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri í Borgarbyggð.

 

Mikil breyting er á lista Framsóknarflokksins frá því í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi oddviti flokksins, sagði sig úr flokknum í síðustu viku og er genginn til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Elsa Lára Arnardóttir var í öðru sæti en hún hefur dregið sig í hlé frá stjórnmálaþátttöku.

 

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi:

 1. Ásmundur Einar Daðason, Borgarnesi
 2. Halla Signý Kristjánsdóttir, Bolungarvík
 3. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkróki
 4. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð
 5. Guðveig Anna Eyglóardóttir, Borgarnesi
 6. Lilja Sigurðardóttir, Patreksfirði
 7. Þorgils Magnússon, Blönduósi
 8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, Hvammstanga
 9. Einar Guðmann Örnólfsson, Borgarbyggð
 10. Jón Árnason, Patreksfirði
 11. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Dalabyggð
 12. Gauti Geirsson, Ísafirði
 13. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
 14. Jóhanna María Sigmnundsdóttir, Borgarbyggð
 15. Elsa Lára Arnardóttir, Akranesi
 16. Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi
DEILA