Andri Rúnar bestur í Pepsi-deildinni

Andri Rúnar með markakóngsverðlaunin sem hann fékk í sumar eftir markametið góða.

Andri Rúnar Bjarnason, knattspyrnukempa frá Bolungarvík, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla. Keppnistímabilinu lauk um helgina og framherjinn skæði skoraði í lokaleik deildarinnar í 2-1 sigri Grindavíkur á Fjölni og var það 19. mark kappans og þar með jafnaði hann markametið í deildinni.

Það er Knattspyrnusamband Íslands sem veitir viðurkenninguna.

Andri Rúnar fékk afhent Icelandairhornið eftir leik Grindavíkur og Fjölnis, ásamt því að fá eignarskjöld og ferðavinning frá Icelandair.

smari@bb.is

DEILA