Andrew verður spilandi aðstoðarþjálfari

Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs og Andrew handsala samninginn.

Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við Andrew James Pew um að vera spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann mun starfa við hlið Bjarna Jóhannssonar yfirþjálfara Vestra. Andrew kemur til Vestra frá Selfossi þar sem hann hefur spilað síðastliðin ár við góðan orðstír í Inkasso deildinni. Hann kom fyrst til landsins árið 2006 og á að baki 179 leiki á Íslandi og í þeim náð að skora 10 mörk.

Andrew er hávaxinn miðvörður og mun koma til með að styrkja varnarleikinn enda varnarmaður með mikla reynslu úr íslenska boltanum.

Stjórn meistaraflokksráðs Vestra lýsir yfir mikilli ánægju með þjálfarateymið sem félagið hefur krækt í og er ætlast til mikils af þessum reynslumiklu mönnum og er stefnan sett á toppbaráttu næsta sumar.

 

DEILA