Aldrei meiri hagnaður í sjávarútvegi

Þótt tekjur í sjávarútvegi hafi dregist saman um 26 milljarða frá 2015 til 2016 varð hagnaðurinn engu að síður 55 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu Deloitte á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn fyrr í vikunni. Staða íslensks sjávarútvegs er sterk en hefur engu að síður þyngst nokkuð á allra síðustu árum. Á síðasta ári drógust tekjur greinarinnar saman um 26 milljarða, eða níu prósent, heildaraflinn dróst saman um 19 prósent og verðvísitala sjávarafurða í íslenskri mynt dróst saman um 6,4 prósent.

Af 55 milljarða kr. hagnaði árið 2016 eru sextán milljarðar, söluhagnaður eigna er um 9 milljarðar og lánaleiðrétting 4 milljarðar.

Heildarskuldir greinarinnar hafa lækkað um 175 milljarða frá árinu 2009 og voru í lok árs 2016 komnar niður í 319 milljarða.

smari@bb.is

DEILA