Á Farmal á kjörstað

Á kjördegi gerir fólk sér glaðan dag með ýmsum hætti enda er mikilvægt að fólk fagni og takist á við lýðræðið með bros á vör. Í Reykhólahreppi mætti fólk á kjörstað á farartækjum sem ekki sjást á götunum á hverjum degi. Reykhólavefurinn greinir frá að kaupmannshjónin Ása Fossdal og Reynir Róbertsson komu á kjörstað á virðulegum 55 ára gömlum Land Rover. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Ingimar Ingimarsson mættu að sjálfsögðu hvort á sínum Farmall ásamt mökum, Guðmundi Ólafssyni og Silvíu Kristjánsdóttur.

Kjörsókn í hreppnum var léleg, eða 69,2 prósent sem er talsvert undir kjörsókn í Norðvesturkjördæmi sem var 83 prósent.

DEILA