90% verðmunur á umfelgun

Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum vítt og breitt um landið. Hjá flestum fyrirtækjunum eða 24 er verið að bjóða sama verð fyrir þjónustuna núna og í vorkönnun FÍB 2017, Átta fyrirtæki lækka verðið frá því vor og átta hækka.

Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Miðið var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla á íslenska markaðnum.

Lægst reyndist verðið hjá Títancar í Kópavogi eða 5.000 kr. en hæsta verðið hjá N1 eða 9.493 kr. Hjá Bifreiðaverkstæði SB á Ísafirði kostar umfelgun 6.524 kr og hjá Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 6.690 kr.

bryndis@bb.is

DEILA