63,3 milljónir til Vestfjarða

Bíldudalsflugvöllur.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið er að styrkja sóknaráætlanir framangreindra landshluta með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.

Í hlut Vestfjarða koma 63,3 milljónir króna og er viðaukasamningurinn byggður á aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði frá desember 2016 og áherslum sóknaráætlunar fyrir Vestfirði 2015-2019. Samningurinn lýtur að eftirfarandi verkefnum:

  • Aukinni tíðni flugs til Bíldudals.
  • Fjarþjónustu í heilbrigðismálum.
  • Sjávarbyggðafræði.
  • Uppbyggingu hitaveitu á Hólmavík.
  • Rannsókn á Álftafjarðargöngum.
  • Lagfæringu á Flateyjarbryggju.

smari@bb.is

DEILA