24. tölublað á leið í lúgur

24. tbl. 34. árgangur

Síðasta blað fyrir kosningar er á leið í bréfalúgurnar hér á norðanverðum Vestfjörðum og ber svo sannarlega þess merki að enn og aftur göngum við til kosninga. Blaðið hefur reynt eftir fremsta megni að vera farvegur frambjóðenda til kjósenda og þeir sem ekki hafa komist fyrir í blaðinu fara beint á vefinn. Að mörgu leyti er um endurtekið efni að ræða og var til dæmis leiðarinn að hluta til endurnýttur milli ára.

„Þitt atkvæði skiptir máli er frasi sem þarf að endurtaka í sífellu því með kosningum tökum sameiginlega ákvörðun um hvað það er sem skiptir máli í okkar samfélagi. Þó margir haldi því fram að þeir séu ekki „pólitískir“ hafa allir skoðanir á samfélaginu okkar, með einum eða öðrum hætt svo öðrum frasa sé slegið á loft. Hverjum er slétt sama um aðgang að heilbrigðisþjónustu eða menntun, hver hefur enga skoðun á samgöngum, mokstri og hvað það er dýrt að fljúga suður, hvort við séum með eða móti fiskeldi og hvort ferðaþjónustan sé málið. Að finna svo skoðunum sínum farveg í þeim valkostum sem bjóðast er annað mál og hvort valkostirnir standa svo við stóru orðin er líka annar handleggur. Það er hins vegar ekkert vit í öðru en að reyna, finna framboð sem fellur best að lífsýninni, er trúverðugt og býður til starfans gott og heiðarlegt fólk.“

Næsta blað kemur út þann 9. nóvember.

bryndis@bb.is

DEILA