Meira en helmingur barna undir eins árs aldrei hafa aðgang að spjaldtölvu og yfir 20% barna 5-8 ára eiga eigin snjallsíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn um miðlanotkun ungra barna á Íslandi. Rannsóknin er gerð að sænskri fyrirmynd og skoðað var hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að og hversu oft mismunandi miðlar eru notaðir ásamt viðhorfi foreldra til notkunarinnar.
Net,- síma- og tölvunotkun var meðal þess sem könnuð var meðal barnanna. Þá var tækjaeign einnig skoðuð þar sem kemur m.a. í ljós að yfir 20% barna 5-8 ára eiga eigin snjallsíma. Niðurstöður könnunarinnar eru í samræmi við þróun í nágrannalöndunum.
smari@bb.is