Vill eitt sveitarfélag á Vestfjörðum

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vill sjá færri og stærri sveitarfélög. Jafnvel að heilu landshlutarnir myndi eitt sveitarfélag. Þetta kom fram í ræðu Benedikts í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Hann vakti athygli á því að sveitarfélögin eru meira en 70 talsins og sum ekki nema með tugi íbúa. „En þau hafa sömu skyldur og höfuðborgin með sína 125 þúsund manns. Við hljótum að sjá að miklu stærri heldir verða að vera að veruleika. Ég sé fyrir mér Austurland, Vestfirði og Suðurnes verði hvert um sig sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni alla íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt.

Hann kom einnig inn á auðlindagjöld í sjávarútvegi líkt og Viðreisn sér og hvernig þau gæti nýst stærri sveitarfélögum betur.

„Viðreisn talaði fyrir því að auðlindagjald í sjávarútvegi rynni til þeirra svæða þar sem sjávarauðlindin er nýtt. Með stærri heildum geta sveitarfélögin með þessu móti stýrt fjármunum til uppbyggingar á sinni heimaslóð.“

smari@bb.is

DEILA