Viðhorf bæjarbúa könnuð

Skemmtiferðaskip á Ísafirði.

Viðhorf íbúa Ísafjarðarbæjar til skemmtiferðaskipa verða könnuð á næstunni að undirlagi starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa til bæjarins. Könnunin verður rafræn og verður aðgengileg á næstu dögum og mun könnunin standa í tvær vikur. Í könnuninni verður meðal annars spurt um afstöðu íbúa Ísafjarðarbæjar til fjölda þeirra skipa sem sækja bæinn heim, samskipti íbúanna við erlenda ferðamenn og afstöðu þeirra til uppbyggingar aðstöðu vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjarins.

smari@bb.is

DEILA