Vel heppnuð og fyndin gamanmyndahátíð

Jón Hjörtur tekur við viðurkenningu fyrir fyndnustu mynd hátíðarinnar.

Gamanmyndahátíð Flateyrar fór fram um helgina á Flateyri. Hátíðin var vel sótt, og mættu tæplega 700 manns á viðburði á hennar vegum.

Þráinn Bertelsson var heiðraður fyrir framlag sitt til gamanmynda á Íslandi. Veitti hann verðlaununum viðtöku og í framhaldi af því var sérstök heiðurssýning á gamanmyndinni Nýtt líf.

Alls voru sýndar 23 íslenskar gamanmyndir á hátíðinni í ár og þar af sjö frumsýningar. Áhorfendur völdu fyndnustu mynd hátíðarinnar í kosningu og varð gamanmyndin Frægð á Flateyri hlutskörpust.

Frægð á Flateyri, eftir Jón Hjört Emilsson var tekin upp á fyrstu Gamanmyndahátíðinni, árið 2016, og er leikin heimildarmynd (mockumentary) sem fjallar um bróðir Jóns, Emil Alfreð Emilsson, sem er að fara á sína fyrstu kvikmyndahátíð, öruggur um að vinna hana, en margt fer út um þúfur í ferðinni.

C-vítamín, eftir Guðnýju Rós Þórhallsdóttir lenti í öðru sæti og hlaut því titilinn Næstum því fyndnasta gamanmyndin.

Aðstandendur Óbeislaðarar fegurðar. Margrét Skúladóttir, Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Ásthildur Cecil Þórðardóttir fröken Ára 2007 og Eygló Jónsdóttir.
Ársæll Nielsson og Eyþór Jóvinsson kampakátir eftir góða hátíð með heiðursgestinn Þráinn Bertelsson

Hljómsveitin SKE (Skárra en ekkert) í góðum gír á Vagninum.

bryndis@bb.is

DEILA