Vantar ungbarnahúfur

Vesturafl útbýr pakka af ungbarnafötum fyrir Rauða krossinn sem sent er til Hvíta Rússlands. í hverjum pakka er teppi, lak, handklæði, peysur, buxur, samfellur, sokkar. húfur.

Í pakkana fara notuð vel með farin föt og á vegum Vesturafls eru nokkrar duglegar konur sem prjóna og hekla teppi og peysur. En núna vantar prjónaða eða heklaða sokkar og svo húfur til að geta lokað pökkunum.

Vesturafl auglýsir því eftir lipru prjónafólki sem vill prjóna bæði sokka og húfur en Vesturafl útvegar garnið. Vesturafl er nú til húsa við Suðurgötu, þar sem Nytjamarkaðurinn er.

bryndis@bb.is

DEILA