Útivistarreglur breytast 1. september

Lögreglan á Vestfjörðum sendir úr áríðandi skilaboð til foreldra.

„Upp er runnin 1. september og þá breytast tímamörkin er varðar útivistarreglurnar. Mikilvægt er að börn og foreldrar þeirra hafi í heiðri þessar reglur. Hvíld og svefn eru mikilvægir þættir ekki síst hjá ungu fólki. Reglur þessar miðast m.a. við það. Þá er ungu fólki holt að læra að fara eftir reglum og foreldrar gegna mikilvægu leiðbeinenda- og fyrirmyndarhlutverki í því sambandi.“

bryndis@bb.is

DEILA