Upplýsingasíða um laxeldi

Arnarlax hefur hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu islandslax.is  þar sem nálgast má upplýsingar um laxeldi og að sögn Þorsteins Mássonar starfsmanns Arnarlax á síðan að vera „laus við alla pólitík og skoðanir, bara staðreyndir og fróðleikur, en auðvitað erum við ekki hlutlaus“.

Á síðunni er til dæmis fjallað um sjálfbærni og sleppingar, heilsufar, fóður og eftirlit og um næringargildi eldislax.

bryndis@bb.is

DEILA