Tjáir sig ekki um afsökunarbeiðnina

Einar K. Guðfinnsson.

Þrátt fyrir að Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, hafi setið í starfshópi um stefnumótun í fiskeldi fyrir hönd Landssambands fiskeldisstöðva segir formaður sambandsins að krafa þeirra um afsökunarbeiðni frá Ísafjarðarbæ komi frá þeim, en ekki sambandinu. „Þeir eru höfundar bréfsins og það er sent á þeirra vegum. Það var ekki borið undir mig og ekki sent í nafni sambandsins og því ekki eðlilegt að ég tjái mig um það,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.

Kjartan og Guðmundur hafa auk Óðins Sigþórssonar, fulltrúa Landssambands veiðifélaga í starfshópnum, krafist opinberrar afsökunarbeiðni frá Ísafjarðarbæ vegna ummæla Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra um störf starfshópsins.

DEILA