Þurrt og aðgerðarlítið veður

Meðan rigningin lemur allt utan á Austurlandi er veðrið aðgerðalítið og þurrt á Vestfjörðum, spámenn Veðurstofunnar spá norðlægri átt 5-13 m/s og hvassast á annesjum. Skýjað og yfirleitt þurrt en gæti rignt síðdegis. Hiti 6-11 stig.

Það er útlit fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavöxtum á Suðausturlandi og Austfjörðum en rigningarnar á Austurlandi hafa valdið miklu tjóni og eru um 70 ferðalangar strandaglópar í fjöldahjálparstöðvum sem voru opnaðar í Hofgarði og Mánagarði. Þjóðvegurinn hefur verið tekinn sundur á nokkrum stöðum og brýr eru í hættu. Flætt hefur yfir tún og á vef RÚV kemur fram að óttast er að um 50 lömb hafi drukknað. Talsverðri úrkomu er spáð í fyrripartinn í dag og aukinni hættu á skriðuföllum.

smari@bb.is

DEILA