Þindarlausir Vestfirðingar

Átta Ísfirðingar hlupu heilt maraþon í Berlín um síðustu helgi og voru flest að hlaupa sitt fyrsta maraþon. Að sögn Örnu Láru Jónsdóttur maraþonhlaupara var stemningin á hlaupadaginn ógleymanleg en þrír bestu maraþonhlauparar heims voru skráðir til keppni og búast var við að nú yrði heimsmet slegið enda þykir brautin í Berlín bjóða upp á mikinn hraða. Ekki varð af því og þóttu aðstæður þennan dag afar erfiðar og fór svo að tveir ef þessum þremur kempum luku ekki keppni.

Hólmfríður Vala, Arna Lára, Ólöf Dómhildur og Hafdís

Það var Eliud Kiphoge frá Kenýa sem sigraði og lét hann þau orð falla að þetta hefði verið erfiðasta maraþon sem hann hefði hlaupið en þátt tóku að þessu sinni tæplega 44 þúsund manns frá 137 löndum.

Ólöf Dómhildur og Hafdís

 

 

 

Ísfirðingarnir voru hins vegar alsælir með aðstæður og hentaði bæði raki og hitastig hinum vestfirsku víkingum vel. Þau sem hlupu voru Gullrillurnar Arna Lára Jónsdóttir, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir og með þeim voru Jóhann Dagur Svansson, Gunnar Bjarni Guðmundsson og þeir hlaupabræður Atli Þór Jakobsson og Daníel Jakobsson. Allir skiluðu sér yfir marklínuna.

Eftir rúmar tvær vikur munu 40 manna hópur frá Ísafirði keppa í Amsterdam maraþoninu.

bryndis@bb.is

DEILA