„Þetta er ákveðin herkvaðning“

Pétur G. Markan.

Fjórðungssamband Vestfirðinga boðar til borgarafundar á Ísafirði sunnudaginn 24. september. Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambandsins, segir fundinn vera ákveðna herkvaðningu. „Það þarf að efla samstöðu og sameiginlegan kraft Vestfirðinga til að fleyta þessum stóru málum áfram, þessum stóru málum sem brenna á okkur sem eru raforkumálin, uppbygging í fiskeldi og vegagerð í Gufudalssveit,“ segir Pétur og bætir við að nú þegar styttist í að Alþingi komi saman sé nauðsynlegt fyrir Vestfirðinga að þétta raðirnar.

smari@bb.is

DEILA