Tekur allri gagnrýni alvarlega

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu. Málefni þess munu koma til kasta þingsins í vetur. Ef við höldum vel á spilum verður það atvinnugrein sem mun skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið okkar og styrkja líka byggðir í landinu.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra í gær í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Hún talaði um áhættumat Hafrannsóknastofnunar en útkoma úr því er að loka fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi, niðurstaða sem hefur sætt mikilli gagnrýni heima í héraði.  Ráðherra lagði áherslu á að áhættumatið er breytilegt plagg og sagði vera grunnur sem eigi að byggja á til lengri tíma litið. „Það fer í alþjóðlega rýni nú í byrjun október. Auðvitað á að taka alla gagnrýni alvarlega, fara vel yfir hana, að sjálfsögðu. Ég vil benda landsmönnum á að í næstu viku munum við í sjávarútvegsráðuneytinu standa fyrir morgunverðarfundi einmitt um áhættumat Hafró,“ sagði Þorgerður Katrín.

DEILA