Tannvernd í leikskóla

Þessir tveir gaurar eru engir aufúsugestir

Leikskólinn Glaðheimar hefur fengið styrk frá Lýðheilsusjóði til þess að vinna að verkefninu Tannvernd í leikskóla.

Verkefnið er hluti af verkefninu Heilsueflandi leikskóli sem Leikskólinn Glaðheimar hóf vinnu við síðastliðið haust.

Leikskólinn er byrjar í haust að vinna að tannverndarverkefninu m.a. mun tannlæknir koma og skoða börnin og einnig verður boðið upp á fyrirlestur fyrir foreldra ásamt ýmsu öðru.

Ragnheiður Ragnarsdóttir leikskólastjóri segir að ekki sé búin að setja skipulag verkefnisins niður en skólinn hafi fengið góð viðbrögð frá foreldrum sem kunni vel að meta frumkvæði leikskólans. Í vikunni hafi komið sérfræðingur frá Mennamálastofnun og haldið námskeið fyrir starfsfólk um kennslu tvítyngdra barna. Í síðustu viku var svo sérstök útiskólavika í Glaðheimum og þá æfðu nemendur sig í að fara í göngutúra út fyrir leikskólalóðina til dæmis í fjöru- og vettvangsferðir

DEILA