Stefnuræða forsætisráðherra í kvöld

Eva Pandóra Baldursdóttir og Guðjón Brjánsson taka til máls á Alþingi í kvöld.

Að venju má fylgjast með forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína fyrir komandi þing á Alþingi á RÚV og á Rás 2 í beinni útsendingu. Umræðuumferðir um stefnuræðuna eru samkvæmt hefðinni þrjár og taka allir stjórnmálaflokkar þátt.

Fyrir utan Bjarna Benediktsson forsætisráðherra talar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Páll Magnússon.  Bjarni kemur úr Suðvesturkjördæmi, Sigríður úr Reykjavíkurkjördæmi suður og Páll úr Suðurkjördæmi.

Fyrir Bjarta framtíð talar Óttar Proppé úr Suðvesturkjördæmi, Björt Ólafsdóttir úr Reykjavíkurkjördæmi norður og Theodóra S. Þorsteinsdóttir úr Suðvesturkjördæmi.

Ræðumenn Vinstri hreyfinguna – grænt framboða talar Katrín Jakobsdóttir úr Reykjavíkur kjördæmi norður, Steingrímur J. Sigfússon úr Norðausturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé úr Reykjavíkurkjördæmi suður.

Fyrir Pírata tala Birgitta Jónsdóttir úr Reykjavíkurkjördæmi norður, Eva Pandóra Baldursdóttir úr Norðvesturkjördæmi og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir úr Suðvesturkjördæmi.

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Suðurkjördæmis talar fyrstur fyrir Framsóknarflokkinn, í annarri umferð Lilja Alfreðsdóttir úr Reykjavíkurkjördæmi suður og í þriðju umferð Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Suðurkjördæmis.

Fyrir Viðreisn talar Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, úr Norðausturkjördæmi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir Suðvesturkjördæmi og Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra úr Reykjavíkurkjördæmi norður.

Fyrir Samfylkinguna taka allir þingmenn til máls, Logi Einarsson þingmaður Norðausturkjördæmis, Oddný G. Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis og Guðjón S. Brjánsson þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Norðvesturkjördæmi á tvo fulltrúa í ræðupúlti Alþingis í kvöld, það er Eva Pandóra Baldursdóttir Pírati og Guðjón Brjánsson úr Samfylkingu.

bryndis@bb.is

DEILA