Spáir spennandi viðureign

Hið gáskafulla lið sem Ísafjarðarbær teflir fram í kvöld.

Þrátt fyrir stórar vendingar á hinu pólitíska sviði heldur lífið áfram sinn vanagang og ekkert er hefðbundnara á föstudagskvöldi en að setjast niður fyrir framan sjónvarpið með Pepsi Max og fulla skál af snakki og fylgjast með Útsvarinu. Í kvöld mætast Ísafjarðarbær og Flóahreppur. „Við hlökkum til og þökkum stuðninginn sem við höfum fundið fyrir. Nýtt form þáttarins þýðir að við rennum dálítið blint í sjóinn en vonumst til að vera áfram velkomin heim ef svo fer að við töpum,“ segir Tinna Ólafsdóttir sem er í liði Ísafjarðarbæjar ásamt Gylfa Ólafssyni og Greipi Gíslasyni. Útsending hefst kl. 20.30.

„Við höfum heyrt að Flóamenn tefli fram firnasterku liði þannig að þetta verður spennandi viðureign,“ segir Tinna.

smari@bb.is

DEILA