Spáir eldi á geldfiski innan nokkurra ára

Sigurður Guðjónsson

„Áhrif­in eru mest næst eld­is­stöðvun­um þannig að all­ar ár lands­ins eru ekki í hættu, en við mun­um sjá eld­islaxa í laxveiðiám,“ sagði Sig­urður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, á morgunfundi sjávarútvegsráðuneytisins um áhættumat Hafrannsóknastofnunar. Að hans mati eru stóru fréttirnar í áhættumatinu að áhrif laxeldis á villta stofna eru staðbundnari en áður var talið.

Í máli hans kom fram að tvær leiðir eru færar til að koma í veg fyrir erfðablöndun villtra laxastofna og eldisfisks. Annars vegar með því að koma í veg fyrir strok og hins vegar með því að hindra æxlun með því notkun á ófrjóum fiski. „Það dró veru­lega úr stroki með breytt­um reglu­gerðum varðandi búnað í Nor­egi,“ sagði Sig­urður og bætti við að útsetning stórseiða í stað smáseiða sem mótvægisaðgerð. Smærri seiði eru líklegri til að komast út eldiskvíum og stærri seiði eru ólíklegri til að lifa af nái þau að sleppa.

Hann spáir því að innan nokkurra ára verði komin ófjór lax í fiskeldi og þá er sá áhættuþáttur eldisins úr sögunni. Eftir sem áður verða til staðar vandamál tengd laxalús, sjúkdómum og uppsöfnun úrgangs.

smari@bb.is

DEILA