Spá mikilli fjölgun ferðamanna

Ferðafólk sést stundum hópast saman fyrir utan hús með frítt wifi.

Ferðamönn­um á Íslandi fjölg­ar um 11% á næsta ári og verða þeir í heild­ina 2,5 millj­ón­ir gangi spár grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka eft­ir. Helsti óvissuþátt­ur­inn er þróun flug­fram­boðs á næstu árum.

Spá grein­ing­ar­deild­ar var kynnt á fundi í höfuðstöðvum Ari­on banka í morg­un. Grunnsviðsmynd­in sýn­ir 11% fjölg­un árið 2018, 8% fjölg­un árið 2019 og 6% árið 2020 og verða ferðamenn þá orðnir 2,8 millj­ón­ir. Fleiri ferðamenn auka ekki aðeins tekjur þjóðarbúsins heldu bendir greiningardeildin á að fleiri ferðamenn auka álag á innviði og kalla á aukna þjónustu. Sterk króna hefur haft áhrif á dvalartíma auk neyslu- og ferðamynstur en endanleg áhrif gengisstyrkingar liggja ekki enn fyrir að því er kemur fram í spá greiningardeildar Arion banka. Rekstur ferðaþjónustufyrirtækja stendur almennt vel en greiningardeildin telur að breyttar aðstæður leiði til verulegra áskorana.

Bjart­sýn­asta sviðsmynd­ Arion banka sýn­ir tals­vert meiri fjölg­un en áður er getið um, eða um 18,4% á næsta ári, 15,3% árið 2019 og 13,6% árið 2020. Þá myndi fjöldi ferðamanna skaga hátt upp í 3,5 millj­ón­ir. Gert er ráð fyr­ir að flug­fé­lög vaxi af álíka krafti og und­an­far­in ár, sam­hliða því að
er­lend flug­fé­lög auka fram­boð sitt tals­vert líkt og síðustu ár.

Ef aðstæður þró­ast á þann veg að flug­fé­lög, bæði er­lend og inn­lend, draga úr flug­fram­boði sínu breyt­ist mynd­in. Svört­ustu spár grein­ing­ar­deild­ar sýna 7% lækk­un á næsta ári, 10% árið 2019 og 12% árið 2020. Væri fjöldi ferðamanna þá kom­inn niður í 1,6 millj­ón­ir sem þó væri enn meiri fjöldi en árið 2015.

smari@bb.is

DEILA