Sjáumst í myrkrinu

Nú er haustið gengið í garð með minnkandi birtu næstu mánuðina. Af því tilefni minnir lögreglan á Vestfjörðum gangandi vegfarendur á að nota endurskinsmerki þegar birtu er tekið að halla og ekki síst foreldra á að tryggja að börnin sjáist vel í myrkrinu. Lögreglan hvetur eigendur ökutækja sem og ökumenn til að gæta þess að ljósabúnaður ökutækja sé í góðu og lögmæltu ástandi. Slíkt skiptir ekki minna máli.

„Ef einhverntímann er tilefni til að láta ljós sitt skína og vera áberandi, er það núna og á næstunni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Meðfylgjandi myndband sýnir hve miklu máli notkun endurskinsmerkja getur skipt.

smari@bb.is

DEILA