Segir fjármálaráðherra refsa dreifbýlinu

Að mati Run­ólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, koma auknir eldsneytisskattar sem fjármálaráðherra boðar í nýju fjárlagafrumvarpi verst niður á þeim sem búa fjarri þjón­ustu, sumsé í dreif­býlinu. Runólfur segir í samtali við blaðamann mbl.is að í hinum dreifðu byggðum sé dísil­bíll­inn æski­legri út frá meng­un og um­hverf­is­sjón­ar­miði auk þess sem dísil­bíl­ar séu eyðslugrennri þegar ferðirn­ar eru lengri. „Það er verið að refsa þeim sem búa í dreif­býli,“ seg­ir hann um 21 krónu hækk­un á dísi­lol­íu. „Sér­stak­lega þeim sem þurfa að sækja grunnþjón­ustu um lang­an veg.“

Run­ólf­ur bend­ir í þessu sam­hengi á að nýir dísil­bíl­ar upp­fylli staðla (svo­kallaða Euro 6 staðla) sem dragi meðal ann­ars mjög úr los­un á sótögn­um. Þeir standi því nýj­um bens­ín­bíl­um í það minnsta jafn­fæt­is þegar kem­ur að meng­un, en mengi jafn­vel minna.

smari@bb.is

DEILA