Réttað í Melarétt

Réttir verður í Melarétt í Árneshreppi á laugardag en smalamennskan hefst á morgun með fyrri leitardegi á Ófeigsfjarðarsvæðinu. Bændur í Árneshreppi byrjuðu í síðstu viku að smala sín heimalönd, bæði upp til fjalla og inn í dagli, og á fréttavefnum Litla hjalla segir að smalamennskan hafi gefnið misjafnlega og oft verið þokuloft, súld og lágskýjað. Fé sem er búið að vikta á fæti hefur verið sæmilegt og nokkuð skárra en bændur reiknuðu með, en kuldinn í lok maí og fram í júní hafði slæm áhrif á lambfé.

smari@bb.is

DEILA