Ráðherra skipar starfshóp um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Ráðherra hef­ur skipað starfs­hóp sem falið verður að finna ásætt­an­lega lausn á framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Þetta kom fram á fundi sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is um ör­ygg­is­hlut­verk Reykja­vík­ur­flug­vall­ar sem fram fór í Iðnó fyrr í dag.

Nefnd­ina skipa Hreinn Lofts­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem er jafn­framt formaður nefnd­ar­inn­ar, Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri, Eyrún Ingi­björg Sigþórs­dótt­ir fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri á Tálknafirði, Ró­bert Guðfinns­son at­hafnamaður á Siglufirði og Linda Gunn­ars­dótt­ir flug­stjóri.

Jón seg­ir í samtali við mbl.is að skip­an nefnd­ar­inn­ar vera í sam­ræmi við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar seg­ir meðal ann­ars að rík­is­stjórn­in muni beita sér fyr­ir lausn á ára­tuga­deilu um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar með því að stofna til form­legra viðræðna sam­göngu­yf­ir­valda, heil­brigðis­yf­ir­valda, Reykja­vík­ur­borg­ar, annarra sveit­ar­fé­laga og hags­munaaðila.

 

DEILA