Óska eftir aðkomu Ofanflóðasjóðs

Hádegissteinninn vegur tugi tonna og ekki að spyrja að hættunni sem myndast ef hann hrynur ofan í byggðina.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar aðstoðar Ofanflóðasjóðs við að meta og eyða hættunni af Hádegissteini eins fljótt og kostur er. Hádegissteinninn er þekkt kennileiti í hlíð Bakkahyrnu í Hnífsdal. Sérfræðingar Veðurstofunnar greindu í lok ágúst að steinninn er á hreyfingu og gæti skapast mikil hætt af hann tæki upp á að hrynja niður hlíðina á byggðina í Hnífsdal. Sérfræðingarnir veltu upp tveimur möguleikum, annars vegar að festa hann með steyptum akkerum eða sprengja hann og fjarlægja hættuna alfarið.

Málið hefur verið kynnt stjórn hverfisráðs Hnífsdals sem ályktaði að málið þoli enga bið, annaðhvort þurfi að sprengja steininn eða ganga frá honum með öðrum hætti svo að engi hætta stafi af honum. Hverfisráðið hefur farið fram á vikulega vöktun með steininum.

smari@bb.is

DEILA