Ólíkar eldisaðferðir kalla á endurmat áhættumatsins

Endurmeta þarf áhættumat Hafrannsóknastofnunar með hliðsjón af ólíkum eldisaðferðum. Þetta er mat Báru Gunnlaugsdóttur, eins stjórnenda Stofnfisks, en hún var frummælandi á morgunfundi sjávarútvegsráðuneytisins þar sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar var til umræðu.

Það er fyrst og fremst útsetning á stórseiðum að hausti sem getur minnkað líkur á erfðablöndun. „Lífs­lík­ur haust­seiða eru sagðar minni en þeirra sem sleppa á vor­in, þess vegna skipt­ir máli hversu mikið er sett út á hverj­um tíma. Það er ekki sama áhætta hjá eld­is­fyr­ir­tæki sem set­ur út 50.000 haust­seiði og eld­is­fyr­ir­tæki sem set­ur út 50.000 göngu­seiði að vori. Til þessa er ekki tekið til­lit til í líkani Hafró,“ seg­ir Bára.

Hún benti einnig á að hjá eldishængum sem ganga í ár tekst hrygning í 1-3% tilvika en í um 30% tilvika hjá hrygnum. Þess vegna þurfi að taka tillit til hlutfalls hrygna og hænga sem sleppa og sagði að það ætti að vera hægt að nálgast kynþroska­töl­ur úr kví­um hjá fisk­vinnsl­um sem vinna eld­islax. Þá er til tækni til að draga úr tíðni kynþroska og er það gert með ljósastýringu.

„Það er ekki rétt að setja eld­isstaði með mis­mun­andi eldisaðferðir í sama áhættu­flokk. Líkanið verður að taka til­lit til þeirra aðferða sem fyr­ir­tæki hafa inn­leitt,“ sagði Bára.

smari@bb.is

DEILA