Byggingar-, skipulags- og umhverfisnefnd og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps gera athugasemdir við frágang Skeljungs á olíutangi við Tálknafjarðarhöfn. Farið verður fram á við Skeljung að gengið verði frá tankinum á varanlegan hátt sem allra fyrst enda er frágangur hans ólíðandi og ekki í samræmi við gildandi reglur. Tankurinn inniheldur 12.000 lítra af gasolíu og stendur á stafla af gangstéttarhellum.
bryndis@bb.is