Nýr götusópur

Sveinn Sörensen, Kristján Andri og Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá Krafti ehf.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss) Ísafjarðarbæjar hafa tekið í notkun nýjan og glæsilegan götusóp af gerðinni Bucher CityFant 6000. Kristján Andri Guðjónsson bæjarverkstjóri og Sveinn Sörensen tækjamaður tóku á móti sópnum sunnan heiða í gær og óku á honum vestur á firði. Nú eru tækjamenn þjónustumiðstöðvar að máta sig við sópinn og prufa nýju græjuna á planinu við áhaldahúsið, en í beinu framhaldi verður byrjað að nota hann á götum Ísafjarðarbæjar.
Með öllu kostar sópurinn tæplega 33 milljónir króna. Gamli sópurinn, sem hefur staðið fyrir sínu í áratugi, var orðinn ansi viðhaldsfrekur eins og gerist með aldrinum. Óvíst er hvort hann verður seldur eða hvort hann nýtt hlutverk. Þetta kemur fram á facebook síðu Ísafjarðarbæjar.

bryndis@bb.is

Uppf. 10:35. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ kostaði gripurinn 27 milljónir en ekki 33 milljónir.

DEILA