Mótmæla hugmyndum um að leggja niður prestsembættið á Reykhólum

Reykhólakirkja.

Héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis andmælir hugmyndum biskupafundar um að leggja niður embætti sóknarprests á Reykhólum. Héraðsfundurinn var haldinn á Patreksfirði í gær. Í ályktun fundarins segir að niðurlagning embættisins muni rýra kirkjulega þjónustu í Reykhólaprestakalli. Einnig er minnt á að einungis rúmt ár er liðið síðan að skipaður var nýr sóknarprestur á Reykhólum og gert við hann haldsbréf. Embættið var auglýst með þeim skilmálum að til staðar væri íbúðarhæft húsnæði fyrir prestinn. Héraðsfundur væntir þess að í stjórn kirkjunnar séu menn orða sinna og standi við skuldbindingar sínar.

Ennfremur skorar héraðsfundur á kirkjustjórnina að framvegis verði tveir prestar í fullu starfi í Patreksfjarðarprestakalli.

Héraðsfundir væntir þess að biskupafundur svari þessari ályktun með formlegu bréfi eða fundi með heimamönnum.

smari@bb.is

DEILA