Margt smátt gerir lítið eitt

Þau eru mörg gullkornin sem hrutu af vörum Guðbjarts Jónssonar stofnanda Vagnsins á Flateyri, „Það er ekki lengi verið að beita í hálftíma“ og „Fínn kall kerlingin hans“ eru enn á allra vörum og „margt smátt gerir lítið eitt“ á vel við núna þegar nýir eigendur vinna af kappi við lagfæringar á þreyttu húsnæði þessa fræga veitingastaðar.

Nú hefur Úlfar Önundarson boðið fjögur sérmerkt armbandsúr til sölu, væntanlegir kaupendur þurfa að skrá kaupverðið sem framlag á Karolina fund þar sem fer fram söfnun fyrir nýju þaki á Vagninn. Úlfar telur úrin vera framleidd um síðustu aldamót en hann fékk þau með í kaupunum þegar hann, ásamt fleirum, keypti Vagninn árið 2004. Úrin eru áletruð „Vagninn – Eflum byggð á Vestfjörðum“, slagorð sem virðist alltaf vera í fullu gildi.

Tilboð skal senda á ulli@simnet.

bryndis@bb.is

DEILA