Málþing um farsæla öldrun

Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Öldrunarráð Íslands standa fyrir málþingi á Ísafirði um farsæla öldrun. Markmið þingsins er að skapa umræðu áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna, vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á framtíð sína. Þátttaka er öllum heimil og kostar ekkert inn á málþingið en fólki er bent á að senda skráningu á póstfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is eigi síðar en 11. september.

Málþingið verður á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, miðvikudaginn 13. september milli kl. 15.00 og 18.30.

smari@bb.is

DEILA