Lögð áhersla á köld svæði

Ferðamenn á Látrabjargi.

Nú hefur verið kallað eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2018. Sérstök áhersla í tengslum við úthlutunina nú er lögð á styrkumsóknir sem miða að því að fjölga viðkomustöðum ferðamanna, dreifa þar með álagi af ferðamönnum og efla ferðamennsku á minna sóttum svæðum.

Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda. Meginbreyting felst í því að ekki er lengur gert ráð fyrir því að ríkið sæki um í sjóðinn heldur er hægt að sækja um styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga eða einkaaðila. Vert er að undirstrika að aðeins eru veittir styrkir til tiltekinna verkefna á ferðamannastöðum, ekki til staðanna sem slíkra eða til aðila.

Nánar tiltekið styrkir sjóðurinn framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum sem:

  1. a) Stuðla að náttúruvernd.
  2. b) Auka öryggi ferðamanna.
  3. c) Bæta úr skorti á nauðsynlegum innviðum.
  4. d) Framkvæmdum sem búa til nýja ferðamannasegla/staði á „köldum“ svæðum eða árstímum.
  5. e) Undirbúning og hönnun fyrir ofangreint.

smari@bb.is

DEILA