Kynningarfundur um kalkþörungaverksmiðju í Súðavík

Súðavíkurhreppur verður neyddur til sameiningar verði tillögurnar að veruleika. Mynd: Mats Wibe Lund.

Á miðvikudaginn í næstu viku verður haldinn kynningarfundur vegna áforma Íslenska kalkþörungafélagsins efh. að reisa kalkþörungaverksmiðju í Súðavíku. Fyrirtækið hóf fyrir nokkru vinnu við gerð umhverfismats og á fundinum, sem verður í Samkomuhúsinu í Súðavík, verður frummatsskýrslan kynnt.

Áætlað er að kynna tilhögun framkvæmdarinnar og úttekt á hagrænum og félagslegum áhrifum kalkþörungaverksmiðju fyrir Súðavík og önnur byggðarlög við Djúp.

Eftir kynningar verður opnað fyrir spurningar frá íbúum, aukinheldur sem fulltrúar fundarins verða til skrafs og svara eftir fundinn.

Í tilkynningu frá Súðavíkurhreppi er íbúar sveitarfélagsins og nágrannasveitarfélaga hvattir til að mæta og kynna sér efni fundarins.

Fundurinn verður eins og áður segir í Samkomuhúsinu í Súðavík á miðvikudaginn og hefst kl. 17.

smari@bb.is

DEILA