Kynna þjónustu fyrir fjarnema

Háskólasetrið er til húsa í Vestra á Ísafirði.

Mánudaginn 11. september klukkan 18, mun Háskólasetur Vestfjarða opna hús sitt fyrir fjarnemum á háskólastigi og kynna fyrir þeim þjónustuna sem setrið  veitir og aðstoðuna sem er í boði.

Vonast er til að sem flestir fjarnemar mæti og að þeir sem hafa verið fjarnemar undanfarin ár komi og deili reynslu sinni með þeim sem eru að hefja nám nú í haust.

Boðið verður upp á léttar veitingar og því ákjósanlegt að áhugasamir hafi samband við Háskólasetrið svo unnt verði að glöggva sig á fjölda gesta.

DEILA