Innkalla innflutt spínat vegna húsamúsarunga

Óvænt viðbót uppgötvaðist í salati á veitingastað í Reykjavík í gær, agnarsmár músarungi, aðeins 6 grömm að þyngd. Viðbótin vakti ekki mikla lukku og er þessi smávaxna skepna nú til rannsóknar og beinist hún nú helst að því að finna ríkisfang ungans. Til öryggis hefur Innnes ehf innkallað Azora spínat vegna gruns um að unginn litli hafi svindlað sér inn í landið með því. Í fréttatilkynningu Matvælastofnunar segir „Um er að ræða innköllun í varúðarsjónarmiði með tilliti til neytendaverndar“.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti:  Azora spínat.
  • Strikanúmer: 8436539071136 og 8436539070764
  • Nettómagn: 150 g og 500 g.
  • Best fyrir: 17.09.17 og 24.09.17.
  • Framleiðandi: Verdimed.
  • Framleiðsluland: Spánn.
  • Innflytjandi: Innnes ehf., Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík.
  • Dreifing: Sölustaðir um land allt.

Vörunni má skila í þeirra verslun sem hún var keypt.

bryndis@bb.is

DEILA