Haustlægðirnar eru nú farnar að dúkka upp og hafa sunn- og austlendingar helst fengið að finna fyrir þeim hingað til. Í dag er hins vegar blautur dagur á Vestfjörðum og rétt að taka stígvélin til kostanna. Á veður.is segja fræðingar um veðrið á Vestfjörðum „Norðaustan 13-18 m/s og rigning en hægari sunnan átt og úrkomu minna í nótt. Austan 8-13 á morgun og skýjað en norðlægari annað kvöld. Hiti 6 til 11 stig.“
Það verður hvasst og hviðótt á Suðausturlandi, í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s með hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi.
bryndis@bb.is