HG er ellefta stærsta útgerðin

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. í Hnífsdal er ellefta kvótahæsta útgerð landsins. Nýtt fiskveiðiár hófst 1. september og Fiskistofa hefur gefið út yfirlit yfir kvótaúthlutanir til íslenskra fiskiskipa. Kvóti skipa HG er 12.340 þorskígildistonna, eða 3,29% af heildarúthlutun fiskveiðiársins. HB Grandi hf. ræður sem fyrr yfir mestum kvóta af einstökum fyrirtækjum, eða 35 þúsund tonnum. Samherji hf. er í öðru sæti með 22 þúsund tonna kvóta.

Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík er næst stærsta útgerðin á Vestfjörðum en kvóti fyrirtækisins er 6.300 tonn og Oddi. hf. á Patreksfirði er þriðja stærsta útgerðin með 2.600 tonna kvóta.

smari@bb.is

DEILA