Þau Hafsteinn Már Sigurðsson og Auður Líf Benediktsdóttir í Vestra hafa verið valin í U17 landsliðið í blaki og fara um miðjan október  til Ikast í Danmörku.

Auður Líf var í janúar kjörin efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðabæjar 2016 og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokki Vestra. Þetta er í annað sinn sem Auður fer til Danmerkur með landsliði U17.

Feðgarnir Hafsteinn Már Sigurðsson og Sigurður Jón Hreinsson

 

 

Hafsteinn er heldur enginn nýgræðingur í blaki en hann fór með landsliði U17 til Búlgaríu í vor og til Danmerkur í desember 2016, sömuleiðis hampaði hann meistaratitli með Vestra í vor.

Thiomir Paunovski þjálfari Vestra mun fylgja þeim til Danmerkur en hann er aðstoðarþjálfari kvennaliðsins í þessari ferð. Guðrún Ósk Ólafsdóttir hjá Vestri var valin til vara .

 

Um helgina má svo fylgjast með þeim Auði og Guðrúnu keppa við Þrótt Reykjavík og ÍK a.

bryndis@bb.is

DEILA