Hádegissteinn ekki alveg hættulaus

Sérfræðingar Veðurstofunnar skoða steininn.

Að beiðni Ísafjarðarbæjar hefur teymi frá Veðurstofu Íslands skoðað Hádegisstein sem er í Bakkahyrnu í Hnífsdal en grunur lék á að hann hefði hreyfst úr stað. Í skýrslu Veðurstofunnar kemur fram að steinninn sé „aðfluttur“, það er að segja sennilega jökulborinn og slíkir steinar eru gjarnan nefndir Grettistök.

Niðurstaða teymisins er að engin ummerki séu um að breytingar hafi orðið umhverfis steininn á síðustu áratugum, umfram veðrun og átroðning eða að hann hafi nýlega hreyfst úr stað. Hættan af honum er því ekki metin meiri nú en hún hefur verið undanfarna áratugi. Engu að síður er bent á að steinninn standi tæpt í brattri hlíðinni ofan á uppbrotnu klettabletti og veðrun og þyngd steinsins munu halda áfram að vinna á því. Kanna þarf möguleika á að minnka hættuna af steinunum, til dæmis sprengja hann eða festa með ankerum eða með öðrum ráðum.

Það voru þeir Jón Kristinn Helgason og Magni Hreinn Jónsson, starfsmenn Veðurstofunnar á Ísafirði sem skoðuðu aðstæður við steinninn og nálgast má skýrslu þeirra hér.

bryndis@bb.is

DEILA