Göngunum lokað í klukkustund

Vestfjarðagöngum verður lokað fyrir umferð kl. 13.45 í dag. Lokunin stendur yfir í um það bil klukkustund. Ástæða lokunarinnar eru umfangsmiklir þungaflutningar frá Ísafirði til Arnarfjarðar þar sem flytja á tæki og tól til sem verða notuð við gröft Dýrafjarðarganga. Fyrsta jarðgangasprengingin verður á fimmtudaginn en starfsmenn Suðurverks hafa verið að störfum við undirbúning og aðstöðusköpun frá því í sumar.

 

 

DEILA