Gistinóttum fækkar víða á landsbyggðinni

Gistinætur á hótelum í júli voru 466.100 sem er 2% aukning á milli ára. Um 53% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, sem er 1% aukning miðað við júlí 2016. Samdráttur hefur orðið víða á landsbyggðinni í gistinóttum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum, en landshlutarnir eru taldir saman í tölum Hafstofunnar, voru gistinætur 26.700 talsins sem er fækkun um 14% milli ára, en einnig fækkaði gistinóttum um 9% á Norðurlandi og 7% á Austurlandi samanborið við júlí 2016.

Gistinætur á Suðurnesjum voru 35.200, sem er 63% aukning frá fyrra ári og einnig var 6% aukning á Suðurlandi, þar sem gistinætur voru 92.400.

smari@bb.is

DEILA