Fyrirtækjamót Kubba í pútti

Á dögunum fór fram fyrirtækjamót í pútti hjá Kubba, íþróttafélagi eldir borgara í Ísafjarðarbæ. Í mótinu tóku þátt 21 fyrirtæki og félög. Keppendur fyrirtækjanna voru bæði félagar úr Kubba og frá fyrirtækjunum sjálfum.

Fyrirtækjamótið er ein helsta fjáröflun félagsins og hefur verið haldið undanfarin átta ár.

Sigurvegari þetta árið var Fos.Vest á Ísafirði og lék Heiðar Guðmundsson fyrir þeirra hönd. Það var Finnur Magnússon sem landaði öðru sæti fyrir Hótel Ísafjörð og í þriðja sæti var Halldór Margeirsson fyrir hönd Tannsa á Torfnesi. Í fjórða sæti var Kristinn Kristjánsson sem keppti fyrir hönd Hraðfrystihússins Gunnvör.

bryndis@bb.is

DEILA