Fjölmenni á nýliðakynningu Björgunarfélagsins

Fjölmenni á nýliðakynningu Björgunarfélags Ísafjarðar

Á mánudagskvöld var nýliðakynning hjá Björgunarfélaga Ísafjarðar og var vel mætt enda hentar starf í björgunarsveitum vel fyrir þá sem hafa áhuga á útivist, fjallamennsku, bátsferðum, sleðamennsku, fyrstu hjálp og síðast en ekki síst að vilja láta gott af sér leiða.

Á facebook síðu Björgunarfélagsins kemur fram þeir sem misstu af kynningunni í gær geti mætt næsta mánudag á fund sem haldinn verður í Guðmundarbúð, húsnæði félagsins.

bryndis@bb.is

DEILA